Sunday, September 30, 2012

Teiti

Í gær var partí hjá vini mínum og það var haldið á sveitabænum hans. Aldrei séð eins fallegann stað, og ég í heimsku minni tók engar myndir haha. Ég mætti þarna og var á stundinni rekinn upp á hest í fyrsta sinn í lífinu mínu. Fáránlega gaman að vera að rölta um á hestum með góðum vinum.
Þetta var s.s. sundlauga partí eins og flest öll partí hérna í Mexíkó og þau eru þannig að það henda allir öllum útí. En já það var rosalega skemmtilegt.

Shit hvað ég er glataður bloggari, ekki að nenna þessu helvíti.

Í gær var fyrsti dagurinn í dvöl minni hér í Tapachula sem ekki ringdi. Venjulegru dagur hér er þannig að hitinn rís hægt og rólega og er hæstur í kringum tvö leitið. Þá er hitinn sirka 35-40 gráður. Síðan uppúr fjögur eða fimm byrjar að rigna massívt, þrumur eldingar og allur pakkinn, ég hef horft upp á göturnar breytast í fljót á nokkrum mínútum.

Á meðan þetta er í gangi er ennþá svona 30 stiga hiti þannig manni verður alls ekki kallt ef þaður lendir í svona stormi, ekki mér allaveganna... þessir mexíkanar eru alltaf að kvarta undan kulda.

Gaman að segja frá því að núna er ég að skrifa restina af þessu bloggi í símanum því klukkan er núna 16:33 og nú er mesti stormur sem ég hef séð. Rafmagnið fór af og þar með tölvan sem ég var í. Húsið titrar undan þrumunum og himininn blossar á 20 sekúndna fresti vegna eldinga. En ég nenni ekki að skrifa meira því það er drulluleiðinlegt að skrifa svona í símanum.

1 comment:

  1. Það getur verið að þér finnist þú glataður bloggari en ég er mjög sátt ... Frábært að fá að fylgjast með elsku frændi minn. Bæði gaman að kynnast þér í gegnum skrifin og að kynnast menningu Mexíkana. Nú langar mig bara til Mexíkó til þess að upplifa rigningarnar.

    ReplyDelete