Wednesday, September 26, 2012

Shit happens

Í heimsku minni ákvað ég að fara út að skokka um hádegi í Tapachula, þegar sem sólin er hæst á lofti og hitastigið í kringum 35-40 gráður. Gat síðan ekki staðist freistingunna að skella mér í sundlaugina og slaka aðeins á. Þessi snilldarlega ákvörðun um að fara í sundlaugina og liggja á vindsæng í svona tíu mínútur kostaði mér það að líta út eins og Homeblest kex, nema rauður. Ég hef aldrei á æfinni verið jafn sólbrenndur, í tvo daga gat ég ekki verið í bol og er búinn að sleppa skóla. En nú er þriðji dagurinn og þetta er allt að lagast, þökk sé svona 10 kílóum af Aloe Vera og einhverju illalyktandi kremi sem að mamma mín gaf mér hérna. Ég lít ennþá alveg fáránlega út en mér líður mun betur.Að betri fréttum þá er ég búin að laga tölvunna mína jeiiij2 comments:

  1. æji ekki gott með brunann en rosa gott með tölvuna

    ReplyDelete
  2. hahah oh.. það versta sem ég veit er að vera sólbrunnin svo ég finn mikið til með þér (eða fann, þetta ætti að vera búið að lagast núna). Tölva í lagi = fleiri blogg?

    ReplyDelete