Sunday, September 2, 2012

Fyrsta helgin


Helgin byrjaði vel, við vöknuðum nokkuð snemma til að fara að skoða píramídarústir fyrir sögu heimavinnu. Fáránlega nett hvernig þetta var allt opið fyrir almenning ag maður var að príla á 3000 ára gömlum rústum.

Tré lífsins samkvæmt Maya held ég 

Marco (bróðir minn), Andres og Pablo (bekkjarfélagar)

Svo fallegt allt

Eftir það fórum við að undirbúa fyrir kvöldið, það var nefnilega sameiginlegt velkomu partý fyrir mig og afmæli fyrir stelpu í bekknum mínum. Við þurftum að setja saman tjald og gera allt tónlistardót ready. Ekki byrjaði samt vel því að vana hér í Tapachula byrjaði að rigna í eftirmiðdaginn, og það ringdi slatta. En þegar stytti upp byrjaði fólk að láta sjá sig, það var allt frekar dautt fyrr en ég og Marco fórum í sundföt og gerðum þetta að pool party. Ég skemmti mér konunglega, í mexíkönskum party-um eru allir að dansa allir að borða geeeðveikan mat og að skemmta sér.

Alltof gaman

 Nú í dag er sunnudagur og ég er loksins kominn með mexíkanst númer hérna úti. Mamma mín reddaði því á meðan ég og nokkrir strákar voum að taka til eftir party-ið, skemmtilegt hvernig 10 manns ákváðu að skilja sokkana sína eftir hérna í drullunni sem myndaðist í rigningunni. Sundlaugin er ógeðsleg því það er fullt af köku og drullu eftir að fólk var að þrífa af sér leifarnar eftir matarslag. 


Smá þrif

1 comment: