Sunday, September 9, 2012

Fiesta

Laugardagurinn byrjaði með því að ég og hinir skiptinemarnir fórum í danskólann okkar klukkan 10, við vorum búin að fá að vita að skólinn væri að bjóða okkur velkomin með einhverskonar kynningu. Við vorum einnig búin að gera smá kynningu um löndin okkar. Þegar við komum þangað sáum við að það var búið að stilla upp Marimba, trésláttarhljóðfæri, og ýmsum öðrum hljóðfærum í lítið horn í ganginum í skólanum.

Ég að sýna snilldarlega myndbandsupptöku hæfileika með puttanum mínum


Við fengum einnig sér danssýningu sem var full af sér mexíkönskum dönsum, við munum læra allavega tvo þeirra og sýna fyrir framan fullt af fólki.

Síðan í eftirmiðdeginum var afmælisveisla litlu systur minnar, hún varð 10 ára síðastliðin miðvikudag. Mexíkanskar afmælisveislur samanstanda af fjórum mikilvægum atriðum:

Fullt af fólkiBesti matur í heimiDansog kaka í andlit

1 comment:

  1. greinilegt að myndbandshæfileikar eru í blóðinu, var búin að taka upp heilt vídeó af flóðhesti að synda og gapa og þegar ég skoðaði vídeóið var puttinn minn hálfur fyrir allan tímann :S

    ReplyDelete