Saturday, September 22, 2012

9 dagar án bloggs

Loksins loksins nenni ég að setjast niður og skrifa, þetta verður ekki langt og ég mun ekki segja frá öllu sem er búið að gerast. Því ég er latur.
Hlutirnir ganga vel hérna í Tapachula, hver dagurinn á fætur öðrum er betri en sá fyrri og sama gildir um spænsku kunnáttu. Mér líður eins og ég sé orðinn partur af fjölskyldunni hérna og ég er kominn með ágætis vinahóp.

15. sept var þjóðhátíðardagur mexíkóbúa og hér var haldin stór veisla sem ég asnaðist til að taka engar myndir í þannig að ég verð að mála mynd með orðum. Allt húsið var fyllt af fánum og hlutum í fánalitunum. Ég keypti mér sombrero því að maður getur nú varla verið mexíkani án sombrero. Hér ilmaði allt af mat og hvergi sást í borð án þess að á því var matur og drykkir. Hér var spiluð tónlist og allir dönsuðu, þar á meðal ég, langt fram á nótt.

En að sorgarfréttum, tölvan mín gaf upp öndina í dag og mig grunar að móðurborðið sé farið og ég sem Apple fanboy græt mig í svefn.

2 comments:

  1. Hlítur að vera gaman að sjá mexicana slá um sig í "dönsku" :)

    ReplyDelete
  2. Úff litli apple fanboy, bara að minna þig á jólagjöfina mína ég fæ fimmuna frá þér er þaggi? skiptumst við ekki á eða?

    ReplyDelete