Saturday, August 25, 2012

Ferðin

Eftir 22 tíma ferðalag náðum við loksins að komast í Arrival Campið hér í Mexíkó, ég lak niður af þreytu um leið og ég komst upp í rúm. Ég hef aldrei verið jafn pirraður útí flugvöll eins og ég var á JFK, við þurftum s.s. að skipta um terminal þegar við lenntum og það átti ekki að vera meira vesen heldur en að taka eina skitna lest, en nei, lestin fór bara í öfuga átt, og eftir að hafa verið send bókstaflega í kringum það terminal þar sem lestin stoppaði og ákvað að vilja að fara í hina áttina, ákváðum við að labba þetta bara… í 30 stiga hita. Loks þegar við vorum komin í check in þá fengum við að vita það að gate-ið okkar væri í sama terminal-i sem við vorum föst á áður. Eftir allt þetta vesen komumst við þó til Mexíkó, nema það að sjálfboðaliðinn sem átti að sækja okkur lét ekki sá sig fyrr en eftir 2 tíma. Þá var einungis tveggja tíma rúta í Camp-ið þar sem við fengum að sofa.

2 comments:

  1. Alltaf gaman af ferðaveseni hjá AFS :) Gott að þú gast sofnað, það er það sem er mikilvægt! Sakna þín milljón meira bara við það að þú sért kominn í aðra heimsálfu!

    ReplyDelete
  2. HVAÐ ER HÚN AÐ DREKKA?!?! Segja frá mikilvægu hlutunum drengur!!

    ReplyDelete