Tuesday, August 28, 2012

Ég er frægur

Í dag var fyrsti skóladagurinn, krakkarnir hérna eru svo skemmtilegir. Það vilja allir tala við mig og kynnast mér, þegar maður hittir stelpur kyssir maður þær á kinnina og ég er að fara fá verk í bakið á að beygja mig niður til að heilsa svona mörgum stelpum. Ég skildi eiginlega ekki neitt sem að kennararnir voru að segja, bekkjarfélagarnir hjálpuðu mér eitthvað en enskukunnáttan hjá þessu fólki er ekkert til að monta sig af. Marco, bróðir minn, er sá sem hefur hjálpað mér mest þessa fyrstu daga. Í hádeginu fór ég í blak, í þrjátíu stiga hita... fullklæddur, ekkert sérstakega þægilegt en það var nú samt skemmtilegt. Ég skildi mest í seinustu tveimur tímunum sem voru stærðfræði og enska, þau eru sirka ári á eftir í stærðfræðinni og svona 5 árum á eftir í enskunni. Þegar ég kom heim var ég svo andlega úrvinda að ég sofnaði í 2 tíma. Mig grunar að það sé verið að fara halda partý fyrir mig á laugardaginn en ég veit ekki :)

No comments:

Post a Comment