Wednesday, August 29, 2012

Ljúfa líf

Maður finnur ekki betri leið til að slaka á heldur en að fara í nætursund

Sætustu stelpurnar

Búnar að vera að í klukkutíma að reyna að tala við mig með orðabækurnar sínar, ákváðu að skella þeim á hausinn sinn :)

Tuesday, August 28, 2012

Ég er frægur

Í dag var fyrsti skóladagurinn, krakkarnir hérna eru svo skemmtilegir. Það vilja allir tala við mig og kynnast mér, þegar maður hittir stelpur kyssir maður þær á kinnina og ég er að fara fá verk í bakið á að beygja mig niður til að heilsa svona mörgum stelpum. Ég skildi eiginlega ekki neitt sem að kennararnir voru að segja, bekkjarfélagarnir hjálpuðu mér eitthvað en enskukunnáttan hjá þessu fólki er ekkert til að monta sig af. Marco, bróðir minn, er sá sem hefur hjálpað mér mest þessa fyrstu daga. Í hádeginu fór ég í blak, í þrjátíu stiga hita... fullklæddur, ekkert sérstakega þægilegt en það var nú samt skemmtilegt. Ég skildi mest í seinustu tveimur tímunum sem voru stærðfræði og enska, þau eru sirka ári á eftir í stærðfræðinni og svona 5 árum á eftir í enskunni. Þegar ég kom heim var ég svo andlega úrvinda að ég sofnaði í 2 tíma. Mig grunar að það sé verið að fara halda partý fyrir mig á laugardaginn en ég veit ekki :)

Sunday, August 26, 2012

Tapachula

Að labba út úr flugvélinni á flugvellinum í Tapachula er eins og að labba á vegg, það er ekki hægt að lýsa hitanum og rakanum hér, og nú segja mér allir að það eigi eftir að vera 20x verra um hádegi á morgun. Ég er s.s. kominn til fjölskyldunnar minnar og hún er frábær, ég var svo glaður að sjá þau bíða eftir mér á flugvellinum mér stórt skilti sem á stóð Lárus. Jafnvel þótt ég byrji ekki í skólanum fyrr en á þriðjudaginn þá er næstum allur bekkurinn minn búinn að adda mér á facebook, samkvæmt bróður mínum á ég eftir að vera centre of attention næstu vikur (jibbí)

Saturday, August 25, 2012

Ferðin

Eftir 22 tíma ferðalag náðum við loksins að komast í Arrival Campið hér í Mexíkó, ég lak niður af þreytu um leið og ég komst upp í rúm. Ég hef aldrei verið jafn pirraður útí flugvöll eins og ég var á JFK, við þurftum s.s. að skipta um terminal þegar við lenntum og það átti ekki að vera meira vesen heldur en að taka eina skitna lest, en nei, lestin fór bara í öfuga átt, og eftir að hafa verið send bókstaflega í kringum það terminal þar sem lestin stoppaði og ákvað að vilja að fara í hina áttina, ákváðum við að labba þetta bara… í 30 stiga hita. Loks þegar við vorum komin í check in þá fengum við að vita það að gate-ið okkar væri í sama terminal-i sem við vorum föst á áður. Eftir allt þetta vesen komumst við þó til Mexíkó, nema það að sjálfboðaliðinn sem átti að sækja okkur lét ekki sá sig fyrr en eftir 2 tíma. Þá var einungis tveggja tíma rúta í Camp-ið þar sem við fengum að sofa.

Thursday, August 23, 2012

Wednesday, August 22, 2012

Nú fer að styttast í þetta, tæpir 35 klukkutímar í að ég fari í ár til Mexíkó. Ég verð í bæ sem heitir Tapachula og hann er syðsti bærinn í Mexíkó, ég verð alveg við landamæra Guatemala. Ég verð hjá 4ja manna fjölskyldu með strák á mínum aldri og 12 ára stelpu. Ég sé til hvort að ég endist að blogga eitthvað. :D