Í gær var partí hjá vini mínum og það var haldið á sveitabænum hans. Aldrei séð eins fallegann stað, og ég í heimsku minni tók engar myndir haha. Ég mætti þarna og var á stundinni rekinn upp á hest í fyrsta sinn í lífinu mínu. Fáránlega gaman að vera að rölta um á hestum með góðum vinum.
Þetta var s.s. sundlauga partí eins og flest öll partí hérna í Mexíkó og þau eru þannig að það henda allir öllum útí. En já það var rosalega skemmtilegt.
Shit hvað ég er glataður bloggari, ekki að nenna þessu helvíti.
Í gær var fyrsti dagurinn í dvöl minni hér í Tapachula sem ekki ringdi. Venjulegru dagur hér er þannig að hitinn rís hægt og rólega og er hæstur í kringum tvö leitið. Þá er hitinn sirka 35-40 gráður. Síðan uppúr fjögur eða fimm byrjar að rigna massívt, þrumur eldingar og allur pakkinn, ég hef horft upp á göturnar breytast í fljót á nokkrum mínútum.
Á meðan þetta er í gangi er ennþá svona 30 stiga hiti þannig manni verður alls ekki kallt ef þaður lendir í svona stormi, ekki mér allaveganna... þessir mexíkanar eru alltaf að kvarta undan kulda.
Gaman að segja frá því að núna er ég að skrifa restina af þessu bloggi í símanum því klukkan er núna 16:33 og nú er mesti stormur sem ég hef séð. Rafmagnið fór af og þar með tölvan sem ég var í. Húsið titrar undan þrumunum og himininn blossar á 20 sekúndna fresti vegna eldinga. En ég nenni ekki að skrifa meira því það er drulluleiðinlegt að skrifa svona í símanum.
Lárus í Mexíkó
Sunday, September 30, 2012
Wednesday, September 26, 2012
Shit happens
Í heimsku minni ákvað ég að fara út að skokka um hádegi í Tapachula, þegar sem sólin er hæst á lofti og hitastigið í kringum 35-40 gráður. Gat síðan ekki staðist freistingunna að skella mér í sundlaugina og slaka aðeins á. Þessi snilldarlega ákvörðun um að fara í sundlaugina og liggja á vindsæng í svona tíu mínútur kostaði mér það að líta út eins og Homeblest kex, nema rauður. Ég hef aldrei á æfinni verið jafn sólbrenndur, í tvo daga gat ég ekki verið í bol og er búinn að sleppa skóla. En nú er þriðji dagurinn og þetta er allt að lagast, þökk sé svona 10 kílóum af Aloe Vera og einhverju illalyktandi kremi sem að mamma mín gaf mér hérna. Ég lít ennþá alveg fáránlega út en mér líður mun betur.
Að betri fréttum þá er ég búin að laga tölvunna mína jeiiij
Að betri fréttum þá er ég búin að laga tölvunna mína jeiiij
Saturday, September 22, 2012
9 dagar án bloggs
Loksins loksins nenni ég að setjast niður og skrifa, þetta verður ekki langt og ég mun ekki segja frá öllu sem er búið að gerast. Því ég er latur.
Hlutirnir ganga vel hérna í Tapachula, hver dagurinn á fætur öðrum er betri en sá fyrri og sama gildir um spænsku kunnáttu. Mér líður eins og ég sé orðinn partur af fjölskyldunni hérna og ég er kominn með ágætis vinahóp.
15. sept var þjóðhátíðardagur mexíkóbúa og hér var haldin stór veisla sem ég asnaðist til að taka engar myndir í þannig að ég verð að mála mynd með orðum. Allt húsið var fyllt af fánum og hlutum í fánalitunum. Ég keypti mér sombrero því að maður getur nú varla verið mexíkani án sombrero. Hér ilmaði allt af mat og hvergi sást í borð án þess að á því var matur og drykkir. Hér var spiluð tónlist og allir dönsuðu, þar á meðal ég, langt fram á nótt.
En að sorgarfréttum, tölvan mín gaf upp öndina í dag og mig grunar að móðurborðið sé farið og ég sem Apple fanboy græt mig í svefn.
Hlutirnir ganga vel hérna í Tapachula, hver dagurinn á fætur öðrum er betri en sá fyrri og sama gildir um spænsku kunnáttu. Mér líður eins og ég sé orðinn partur af fjölskyldunni hérna og ég er kominn með ágætis vinahóp.
15. sept var þjóðhátíðardagur mexíkóbúa og hér var haldin stór veisla sem ég asnaðist til að taka engar myndir í þannig að ég verð að mála mynd með orðum. Allt húsið var fyllt af fánum og hlutum í fánalitunum. Ég keypti mér sombrero því að maður getur nú varla verið mexíkani án sombrero. Hér ilmaði allt af mat og hvergi sást í borð án þess að á því var matur og drykkir. Hér var spiluð tónlist og allir dönsuðu, þar á meðal ég, langt fram á nótt.
En að sorgarfréttum, tölvan mín gaf upp öndina í dag og mig grunar að móðurborðið sé farið og ég sem Apple fanboy græt mig í svefn.
Sunday, September 9, 2012
Fiesta
Laugardagurinn byrjaði með því að ég og hinir skiptinemarnir fórum í danskólann okkar klukkan 10, við vorum búin að fá að vita að skólinn væri að bjóða okkur velkomin með einhverskonar kynningu. Við vorum einnig búin að gera smá kynningu um löndin okkar. Þegar við komum þangað sáum við að það var búið að stilla upp Marimba, trésláttarhljóðfæri, og ýmsum öðrum hljóðfærum í lítið horn í ganginum í skólanum.
Við fengum einnig sér danssýningu sem var full af sér mexíkönskum dönsum, við munum læra allavega tvo þeirra og sýna fyrir framan fullt af fólki.
Síðan í eftirmiðdeginum var afmælisveisla litlu systur minnar, hún varð 10 ára síðastliðin miðvikudag. Mexíkanskar afmælisveislur samanstanda af fjórum mikilvægum atriðum:
Fullt af fólki
Besti matur í heimi
Dans
og kaka í andlit

Ég að sýna snilldarlega myndbandsupptöku hæfileika með puttanum mínum
Við fengum einnig sér danssýningu sem var full af sér mexíkönskum dönsum, við munum læra allavega tvo þeirra og sýna fyrir framan fullt af fólki.
Síðan í eftirmiðdeginum var afmælisveisla litlu systur minnar, hún varð 10 ára síðastliðin miðvikudag. Mexíkanskar afmælisveislur samanstanda af fjórum mikilvægum atriðum:
Fullt af fólki
Besti matur í heimi
Dans
og kaka í andlit

Tuesday, September 4, 2012
Dansi dans
Í dag fór ég með hinum AFS krökkunum hérna í dans tíma, það var frekar skrautlegt, þetta er partur af því að læra mekíkóska menningu. Við munum einnig læra á trésláttar hljóðfæri sem er frá Chiapas sem er staðurinn sem ég er á. En þetta munum við gera tvisvar í viku, fjóra tíma í senn, allt árið. Í janúar er síðan sýning sem við munum vera aðal dansararnir. FML.
Sunday, September 2, 2012
Fyrsta helgin
Helgin byrjaði vel, við vöknuðum nokkuð snemma til að fara
að skoða píramídarústir fyrir sögu heimavinnu. Fáránlega nett hvernig þetta var
allt opið fyrir almenning ag maður var að príla á 3000 ára gömlum rústum.
Tré lífsins samkvæmt Maya held ég
Marco (bróðir minn), Andres og Pablo (bekkjarfélagar)
Svo fallegt allt
Eftir það fórum við að undirbúa fyrir kvöldið, það var
nefnilega sameiginlegt velkomu partý fyrir mig og afmæli fyrir stelpu í bekknum
mínum. Við þurftum að setja saman tjald og gera allt tónlistardót ready. Ekki
byrjaði samt vel því að vana hér í Tapachula byrjaði að rigna í eftirmiðdaginn,
og það ringdi slatta. En þegar stytti upp byrjaði fólk að láta sjá sig, það var
allt frekar dautt fyrr en ég og Marco fórum í sundföt og gerðum þetta að pool
party. Ég skemmti mér konunglega, í mexíkönskum party-um eru allir að dansa
allir að borða geeeðveikan mat og að skemmta sér.
Alltof gaman
Smá þrif
Subscribe to:
Posts (Atom)